Kaupfélag Skagfirðinga

Starfsemi KS skert frá 10. - 14. maí.

Í ljósi stöðunnar í Skagafirði vegna Covid-19 þá mun starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga á Sauðárkróki verða skert frá og með mánudeginum 10. maí til og með föstudeginum 14. maí.  Hér má sjá yfirlit um lokanir og hvert viðskiptavinir fyrirtækjanna geta snúið sér ef þeir þurfa á þjónustu að halda:

Skagfirðingabúð

Opnunartímar í vikunni 10. til 14. maí.

Þriðjudagur                                                       9 – 19

Miðvikudagur                                                   9 - 19

Fimmtudagur/uppstigningardagur          Lokað

Föstudagur                                                        9 - 19

Hægt er að panta vörur í síma 455 4545 til að fá heimsendingu.  Viðskiptavinir eru beðnir um að greiða fyrir vörur með kreditkorti eða millifærslu.

Einnig má senda pantanir í tölvupósti á netfangið pantanir@skagfirdingabud.is – vinsamlegast gefið upp nafn og símanúmer í tölvupóstinum og starfsmenn verslunarinnar hafa samband þegar pöntunin er tilbúin til afgreiðslu.

Í versluninni er grímuskylda og allir viðskiptavinir eru beðnir að nota einnota hanska sem eru í boði á staðnum.

Verslanir KS Hofsósi og Ketilási

Þessar verslanir munu hafa óbreyttan opnunartíma

Í verslununum er grímuskylda og allir viðskiptavinir eru beðnir að nota einnota hanska sem eru í boði á staðnum.

Verslunin Eyri – Byggingavörudeild

Verslunin verður lokuð en hægt verður að panta vörur í síma sem afhentar verða við innganginn eða í vöruporti.  Vinsamlegast hafið samband í síma 455 4610, 455 4627 eða 455 4620

Einnig má senda pantanir í tölvupósti á gudlaugur.skulason@ks.is eða bjorn.svavarsson@ks.is vinsamlegast gefið upp nafn og símanúmer í tölvupóstinum og starfsmenn verslunarinnar hafa samband þegar pöntunin er tilbúin til afgreiðslu.

Kjarninn – Bíla- og Vélaverkstæði

Bæði verkstæðin verða lokuð en hægt er að hafa samband í síma ef viðskiptavinir þurfa nauðsynlega að leita eftir þjónustu.

Símanúmer fyrir Bílaverkstæði eru 825 4570 Benedikt, 825 4572 Rúnar Már og 825 4574 Gunnar Þór

Símanúmer fyrir Vélaverkstæði eru 825 4564 Páll og 825 4562 Hjörtur

Kjötafurðastöð

Starfsemi verður með hefðbundum hætti eins og kostur er en allt aðgengi utanaðkomandi aðila er bannað.  Hægt er að ná í starfsmenn í síma ef þörf er á, sjá upplýsingar um símanúmer https://www.ks.is/starfsemi/kjotafurdastod/

Mjólkursamlag

Starfsemi verður með hefðbundum hætti eins og kostur er en allt aðgengi utanaðkomandi aðila er bannað.  Hægt er að ná í starfsmenn í síma ef þörf er á, sjá upplýsingar um símanúmer https://www.ks.is/starfsemi/mjolkursamlag-/

Skrifstofa

Starfsemi verður með hefðbundum hætti eins og kostur er en allt aðgengi utanaðkomandi aðila er bannað.  Vinsamlegast hafið samband í síma 455 4500.

Einnig má sjá símanúmer deilda KS á heimasíðu félagsins https://www.ks.is/starfsemi/

Vörumiðlun

Afgreiðsla og endurvinnslumótttaka verður lokuð en hægt er að fá sendingar afhentar út fyrir húsið.  Vinsamlegast hafið samband í síma 455 6600 til að fá upplýsingar um sendingar.

Tengill

Afgreiðsla og verkstæði í Kjarnanum verða lokuð.  Tengill mun sinna neyðarþjónustu eftir aðgerðaáætlun fyrirtækisins.  Vinsamlegast hafið samband í eftirtalin neyðarsímanúmer:

455 9200 Tengill, 858 9205 Páll Ólafsson og 858 9201 Gísli Sigurðsson

Fréttir og tilkynningar

Covid tilkynning 9. maí 2021

Hafa samband