Kaupfélag Skagfirðinga

Sláturtíð hafin

18.09.2022

Nú þegar sláturtíð er hafin og bændur farnir að huga að heimtöku er vert að minna á að breytingar urðu á heimtökureglum og því fínt að rifja þær aðeins upp. Minnum við sérstaklega á að taka fram ef hækill á að vera á lærum í fínsögun.

Innleggjandi ber ævinlega ábyrgð á að koma nýjum upplýsingum til okkar, fyrir innlegg, s.s. breyting á virðisaukaskattsnúmeri, breyting á búsnúmeri eða hvaða þeim upplýsingum sem kunna að hafa áhrif á innlegg.

Ekki þarf að kalla eftir vigtarseðlum eða afreikningum að loknu innleggi heldur myndast þeir um leið og þeir eru tilbúnir inná viðskiptavef KS.

Hugið að hrútadögum en upplýsingar um það má finna hér á heimasíðunni auk ýmissa annarra upplýsinga undir Kjötafurðastöðinni.

Meðalvigt dilks það sem af er þessarar sláturtíðar er 16,9 kg. en fyrstu tvær vikur síðasta árs var meðalþyngdin 17,6 kg.

Til baka

Hafa samband