Viðskiptaskilmálar reikningsviðskipta hjá Kaupfélagi Skagfirðinga
1.Almennir viðskiptaskilmálar
Viðskiptaskilmálar þessir gilda um öll
reikningsviðskipti Kaupfélags Skagfirðinga svf. (hér eftir einnig nefnt KS) við
viðskiptamenn þess. Viðskiptaskilmálana má finna á heimasíður KS. Í 2. gr.
viðskiptaskilmálanna er nánar lýst hvernig staðið er að upphafi
reikningsviðskipta, en skilmálar þessir gilda jafnframt um öll önnur viðskipti
milli KS og viðskiptamanna þess sem fela í sér peningalán til viðskiptamanns
sem fært er á viðskiptamannareikning eða greiðslufrest á kaupum á vörum eða
þjónustu, hvernig sem til þeirra er stofnað, fyrr eða síðar. KS lítur svo á að
með því að stofna til reikningsviðskipta samþykki viðskiptamenn skilmála þessa
skilyrðislaust og undirgangist skyldur sem í þeim felast, enda ber
viðskiptamönnum að kynna sér efni þeirra hverju sinni. Greiðsla inná
reikningsviðskipti felur í sér samþykki og staðfestingu viðskiptamanns á
viðskiptaskilmálunum. KS áskilur sér rétt til að breyta einhliða skilmálum
þessum, með tilkynningu á heimasíðu sinni, og taka breytingarnar taka gildi frá
næstu mánaðamótum eftir að breyting er kynnt. Viðskiptamaður getur ávallt
hafnað breytingum skilmálanna með því að greiða upp skuld sína við KS, hvenær
sem er.
2.Reikningsviðskipti
Óski viðskiptamaður eftir reikningsviðskiptum, skal
hann sækja um það til skrifstofu KS eða á heimasíðu félagsins og notast þá við
rafræna undirritun.
Skilyrði fyrir reikningsviðskiptum er að
viðskiptamaður standist lánshæfismat sem Kaupfélag Skagfirðinga framkvæmir
byggðu á upplýsingum frá Creditinfo.
Kaupfélag Skagfirðinga áskilur sér rétt til að
hafna viðskiptum uppfylli einstaklingur eða eigandi fyrirtækis ekki kröfur sem
KS m.a. á grundvelli upplýsinga frá Creditinfo.
3.Greiðsluskilmálar
Við innheimtu viðskiptaskuldar vegna
reikningsviðskipta hjá KS eru greiðsluseðlar sendir viðskiptamanni í byrjun
hvers mánaðar. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast félaginu
innan 15 daga frá útgáfudegi annars teljast þeir samþykktir.
Gjalddagi skuldar á viðskiptareikningi hvers
mánaðar er síðasta dag mánaðarins. Eindagi er 15. dagur næsta mánaðar á eftir
úttektarmánuði hjá einstaklingum og 20. dagur næsta mánaðar á eftir hjá
fyrirtækjum, nema að sérstaklega sé samið um annað.
Sé skuld ekki greidd í síðasta lagi á eindaga
lokast viðskiptareikningurinn sjálfkrafa fyrir frekari úttekt og reiknast
dráttarvextir skv. 6. gr. l. 38/2001 af upphæð greiðsluseðils eða þeirri
fjárhæð sem í vanskilum er frá gjalddaga. Um innheimtugjöld vísast til
innheimtulaga nr. 95/2008 og gildandi reglugerða varðandi innheimtugjöld.
Sé skuld ekki greidd innan þeirra fresta sem
viðskiptamanni eru veittir með innheimtubréfi og/eða ítrekun hefur KS fulla
heimild til að senda viðskiptaskuld í löginnheimtu án frekari fyrirvara.
KS áskilur sér rétt til þess að synja
viðskiptavini um afhendingu á vöru eða þjónustu ef eldri skuld er í
milliinnheimtu.
4.Riftun
Hvor samningsaðili getur rift samningum án fyrirvara,
ef um er að ræða verulega vanefnd af hálfu hins aðilans í samræmi við
viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð á milli aðila
5.Framsal réttinda
Hvorki viðskiptavinir né KS geta framselt réttindi eða
skyldur samkvæmt samningum til þriðja aðila án skriflegs samþykkis hins.
6.Trúnaður og varnarþing
Um
samninga KS og viðskiptavina þess, skilmála þessa og aðra skilmála þeim tengdum
fer samkvæmt íslenskum lögum, m.a. lögum um persónuvernd og verndun
persónuupplýsinga. Komi til málaferla eða löginnheimtu vegna viðskipta
félagsins og viðskiptamanns skal mál rekið vegna þessa fyrir Héraðsdómi
Norðurlands vestra.